Skip to main content
Aldan

SGS og ríkið komast að samkomulagi

By júní 16, 2023No Comments

Í gær náðist sátt í kjaraviðræðum Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) og rík­is­ins.  Þetta staðfest­ir í samtali við mbl.is Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður SGS,  sem hef­ur nú skrifað und­ir nýja kjara­samn­inga og sam­komu­lag um leiðrétt­ingu á launam­is­mun.

 

Á mbl.is má lesa eftirfarandi um málið:

„Við erum búin að kom­ast að sam­komu­lagi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is. Helsta ágrein­ings­efnið í deil­unni sner­ist um að fé­lag­ar SGS fengju ekki sömu laun og fé­lag­ar annarra stétt­ar­fé­laga fyr­ir sömu störf og sömu starfs­heiti og krafðist SGS leiðrétt­ing­ar á þeim mis­mun og vísaði kjara­deil­unni til sátta­semj­ara um mánaðamót­in.

„Núna hef­ur samn­inga­nefnd rík­is­ins, fyr­ir hönd fjár­málaráðherra, samþykkt að verða við því,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Það er mis­jafnt hver launamun­ur­inn er en við mun­um fara núna í vinnu við að greina hann og hann mun verða leiðrétt­ur aft­ur í tím­ann til 1. apríl.“

Skoða og leiðrétta launam­is­mun

„Við erum að skrifa und­ir nýj­an kjara­samn­ing en jafn­framt erum við að sam­mæl­ast um það að skoða þar sem launamun­ur er á milli og að hann verði leiðrétt­ur,“ seg­ir hann en út­skýr­ir að sú vinna gæti tekið ein­hvern tíma.

Hann bæt­ir við að launamun­ur­inn sem um ræðir sé mest áber­andi á heil­brigðistofn­un­um en þar séu fé­lags­menn SGS t.d. í ræst­ing­ar­störf­um og umönn­un­ar­störf­um. Vil­hjálm­ur hef­ur áður sagt að það geti verið hátt í 20 þúsund króna mun­ur á mánaðarlaun­um vegna þessa mis­mun­ar.

Vil­hjálm­ur fagn­ar því að hafa náð sam­komu­lagi og seg­ir það vera ánægju­legt að ná þess­ari niður­stöðu án þess að þurfa að grípa til aðgerða.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is