Orlofshús

Aldan stéttarfélag á og rekur orlofshús á  Illugastöðum, í Varmahlíð og í Ölfusborgum.

Yfir sumartímann eru húsin leigð í vikutíma í senn. Úthlutun vegna sumarleigu fer fram á vorin en þá eru húsin auglýst og félagsmenn sækja um þau tímabil sem þeir óska eftir.
Á veturna er leigutímabilið sveigjanlegra og þá er hægt að leigja húsin í styttri tíma eins og t.d. yfir helgi. Helgarleiga miðast við föstudag fram á mánudag en hægt er að bæta við dögum sé þess óskað.

Vikuleiga kostar 29.000 kr.
Helgarleiga kostar 18.000 kr.
Stök nótt kostar 8.000 kr.

Athugið að gæludýr eru ekki leyfð í orlofshúsum félagsins.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 453 5433 en skrifstofan hefur umsjón með leigu allra húsanna nema á Illugastöðum yfir vetrartímann.
Starfsfólk þeirrar orlofsbyggðar annast þá bókanir fyrir félagið og því skal haft samband við umsjónarmenn þar í síma 462 6199.