Hvernig sæki ég um?

Sjúkradagpeningar
Ef þú þarft að sækja um sjúkradagpeninga þá er ferlið þannig að þú kemur á skrifstofuna og fyllir út  umsókn um dagpeninga.  Á umsókninni kemur fram nafn, kennitala, vinnustaður, banka- og reikningsnúmer og fleira.

Með umsókninni þarf að fylgja:

  1. læknisvottorð
  2. síðustu 2-3 launaseðlar
  3. vottorð frá vinnuveitanda um nýttan veikindarétt
  4. Upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar ef við á (komi þær ekki fram á vottorði vinnuveitanda) þar sem sjúkradagpeningar eru staðgreiðsluskyldir.

Sjúkradagpeningar eru greiddir út í lok mánaðar.

Umsóknir og gögn verða að berast á skrifstofu félagsins fyrir 20. hvers mánaðar, annars verður umsóknin afgreidd mánuði síðar.

Ef sótt er um aðra styrki úr sjóðnum þarf að koma á skrifstofu og fylla út þessa umsókn um styrki en henni þarf að fylgja greiðslukvittun fyrir því sem sótt er um.
Ef sótt er um styrk vegna læknisferða þarf einnig að fylgja með staðfesting um að þá þegar hafi Tryggingastofnun Íslands samþykkt og greitt kostnað vegna tveggja ferða.