Illugastaðir

Aldan stéttarfélag á vel búið sumarhús að Illugastöðum í Fnjóskadal, byggt árið 2002. Í húsinu eru 2 svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir 6 manns: 1 hjónarúm í öðru herberginu og 4 einbreiðar kojur í hinu. Heitur pottur ásamt skjólgóðri verönd er við húsið og netsamband er á svæðinu.

Sundlaug er á svæðinu og heitir pottar við húsin, mínígolf-, fótbolta- og blakvöllur, hoppudýna og góð leiktæki eru á leiksvæði við sundlaug en við húsin eru líka leiktæki.

Félagið sér um leigu á húsinu yfir sumartímann en auglýst er eftir umsóknum félagsmanna á hverju vori.

Frá september til maíloka er útleiga í höndum rekstraraðila og er þá haft beint samband við rekstraraðila í síma 462-5909, milli kl. 13 – 17 á virkum dögum.
Tilvalið er að fara til Illugastaða yfir vetrartímann og taka skíðin og sleðana með en við Illugastaði er frábært gönguskíðaland og ennfremur stutt til Akureyrar, Húsavíkur og Dalvíkur á skíði. Á Illugastöðum er hægt að halda fundi og ráðstefnur en pláss er fyrir 100 manns í fundarsal.

Um Illugastaði
Laugar í Reykjadal er fornt menningarsetur Norðlendinga og er í 45 km. fjarlægð frá Akureyri og 75 km fjarlægð frá Mývatnssveit með öllum sínum perlum svo sem Mývatni, Laxá, Dimmuborgum og Námaskarði. Þaðan er stutt að náttúruperlum eins og Herðubreiðarlindum. Stutt er frá Illugastöðum að Goðafossi og Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Hæfilegur bíltúr er í Laufás og í Grenivík og til Akureyrar. Ennfremur er hægt að fara margar skemmtilegar gönguleiðir og má þar nefna yfir Bíldsárskarð, upp á Hálsahnjúk og yfir Gönguskarð.

Athugið! Allt dýrahald er stranglega bannað á staðnum. Umsjónarmanni er heimilt að vísa fólki með dýr í burtu.

Hér má skoða heimasíðu Illugastaða en þar má finna margt fróðlegt, bæði er varðar umgengni en einnig um svæðið og umhverfi þess.

Vinsamlega kynnið ykkur reglur orlofsbyggðarinnar en þær má lesa hér

 


Næsta bensínsala er á Akureyri og Fosshóli við Goðafoss.
Næsti golfvöllur er í Lundi, ca 13 km frá Illugastöðum

Nokkrar vegalengdir frá Illugastöðum

Vaglaskógur 10 km

Forvöð og Hljóðaklettur 100 km

Ásbyrgi 143 km

Húsavík 75 km

Dalvík 90 km

Ólafsfjörður 106 km

Laufás 31 km