Skip to main content
Aldan

Félagsmenn athugið

By apríl 29, 2024No Comments

Föstudaginn 10.maí nk. mun Leifur Gunnarsson, lögmaður LMG lögmanna vera til viðtals fyrir félagsmenn Öldunnar á skrifstofu félagsins.  Leifur hefur víðtæka reynslu af vinnurétti, félagsmálarétti, persónuvernd og almennri lögfræðiráðgjöf.

Boðið verður upp á 15 mínútna viðtöl, félagsmönnum að kostnaðarlausu en bóka þarf tíma á skrifstofu félagsins eða í síma 453 5433.

Þessi ráðgjöf er ekki einungis á sviði vinnuréttar heldur á flestum þeim sviðum sem félagsmenn geta þurft á lögmanni að halda. Til dæmis vegna slysa, vinnuslysa og umferðarslysa, fasteignagalla eða  hjónaskilnaða, svo eitthvað sé nefnt.

Mikilvægt er að undirbúa fund með lögmanni vel til að tryggja árangursríkt viðtal. Hér að neðan er að finna nokkur atriði rétt er að hafa í huga við slíkan undirbúning:

  • Best er að skrifa niður á blað allar spurningar sem þú hefur hug á að fá svör við og taka spurningalistann með á fund lögmannsins.
  • Búðu þig undir að lögmaðurinn spyrji þig fjölmargra spurninga um málið og reyndu að svara þeim eins skýrt og skilmerkilega og þú getur.
  • Sýndu lögmanninum öll þau gögn sem þú telur að geti komið að gagni í málinu.
  • Ef þú hefur í hyggju að taka einhvern með þér á fund lögmannsins skaltu upplýsa um slíkt um leið og tími hjá lögmanninum er pantaður.

Vinsamlega bókið tíma á skrifstofu félagsins í síma 453 5433

 

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is