Sjómennt

Sjómennt er fræðslusjóður fyrir sjómenn.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn þegar sótt er um styrk úr sjóðinum:

Frumrit af reikningi, stíluðum á félagsmann, þar sem fram kemur:

  • nám/námskeiðslýsing
  • nafn og
  • kennitala námskeiðshaldara/skóla

Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Hér má nálgast umsóknareyðublað

Greiðandi félagsmenn geta sótt um styrki vegna náms og námskeiða.
Dæmi um styrkhæft nám/námskeið eru háskólanám, framhaldsskólanám, aukin ökuréttindi, almenn ökuréttindi, tómstundanám, tungumálanámskeið, íslenskunám fyrir útlendinga, sjálfstyrkingarnámskeið og margt fleira.

Sjá nánar um starfsreglur og skilyrði sem þarf að uppfylla þegar sótt er um styrk í sjóðinn