Ráðning erlendra starfsmanna

Ráðning erlendra starfsmanna

Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands má finna það helsta sem huga þarf að vegna ráðningar erlendra starfsmanna.
Þar má einnig nálgast mjög góða upplýsingabækinga um efnið, bæði á íslensku og á ensku.

Erlend þjónustufyrirtæki og starfsmannaleigur
Starfsmannaleigum og erlendum þjónustufyrirtækjum ber að skrá sig hjá Vinnumálastofnun ásamt því að veita upplýsingar um starfsmenn sína sem starfa hér á landi.

 

Keðjuábyrgð
Keðjuábyrgð felur það m.a. í sér að aðalverktaki ber ábyrgð á því að undirverktakar standi í skilum, greiði laun og virði réttindi starfsmanna í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. ASÍ telur nauðsynlegt að koma á keðjuábyrgðarkerfi á verktakamarkaði. Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

 

Sjálfboðaliðar
Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.

Samkomulag ASÍ og SA

Minnisblað

Starfsnám – starfsþjálfun
Erlendum „starfsnemum“ hefur fjölgað mikið síðustu misseri og vinna eins og sjálfboðaliðar oft launalaust. Hvorki kjarasamningar né lög heimila slíkt. Starfsnemar eiga að vera í námi og um starfsnám þeirra eiga að vera samningar sem uppfylla íslensk lög kjarasamninga. Ekki er ætlast til þess að starfsnemar vinni einir eða beri ábyrgð. Starfsnemar geta því aldrei komið í stað eða gengið í störf annarra starfsmanna

Minnisblað

Au-pair / Vistráðningar
Um vistráðningar gilda aðrar reglur en um hefðbundin störf. Au-pair sinnir börnum og léttum heimilisstörfum, að hámarki 30 stundir á viku. Í staðinn fær viðkomandi að kynnast landi og þjóð, fær vasapeninga, fæði og húsnæði og tækifæri til að sækja námskeið. Óheimilt er að láta einstaklinga sem eru vistráðnir vinna almenn störf.

Sjá nánar um vistráðningar á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands (SGS)