Varmahlíð


Húsið er 60 fm að stærð og skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Að auki eru 4 dýnur á svefnlofti. Þvottavél og gasgrill eru í húsinu og heitur pottur á verönd.

Dvalargestir þurfa að hafa með sér handklæði og lín utan um sængurfatnað.

Orlofshúsið er staðsett í orlofshúsahverfinu fyrir neðan Varmahlíð eða rétt rúma 20 km frá Sauðárkróki. Í Varmahlíð er verslun og sundlaug með góðri aðstöðu fyrir börn og þaðan er stutt í allar áttir og fjöldinn allur af fallegum stöðum til að heimsækja.

Athugið!

  • Allt dýrahald er stranglega bannað á staðnum. Umsjónarmanni er heimilt að vísa fólki með dýr í burtu.
  • Lóð hússins er ekki ætluð fyrir tjöld, tjaldvagna, eða felli- og hjólhýsi !