Skip to main content
Aldan

Nýr kjarasamningur sjómanna undirritaður

By febrúar 7, 2024No Comments

Í gær var skrifað undir nýjan kjarasamning milli Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019 en árið 2023 var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.
Samningaviðræður um nýjan samning hafa staðið yfir síðustu mánuði. Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á að taka tillit til þeirra athugasemda og gagnrýni sem fram kom í umræðum um samninginn á síðasta ári og hefur það gengið eftir í helstu atriðum.

Nú að lokinni undirritun verða samningarnir kynntir ítarlega fyrir félagsmönnum og að því loknu hefst rafræn atkvæðagreiðsla 12. febrúar kl. 12:00 og lýkur föstudaginn 16. febrúar kl. 15:00

 

Kynningu á helstu atriðum samningsins og þeim breytingum sem gerðar voru má sjá hér.

Samninginn í heild sinni má nálgast hér.

 

 

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is