Skip to main content
Aldan

ASÍ – Þjóðin telur stjórnvöld ábyrg fyrir húsnæðiskreppunni

By nóvember 28, 2024desember 2nd, 2024No Comments

Um 85% þjóðarinnar telja stjórnvöld bera mikla ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum hér á landi.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ).

Spurt var: Hversu mikla eða litla ábyrgð telur þú að stjórnvöld beri á stöðunni á húsnæðismarkaði í dag?

Alls kváðust 45% aðspurða telja ábyrgð stjórnvalda mjög mikla og 40% sögðu hana frekar mikla. Einungis 7% töldu hana frekar (5%) eða mjög litla (2%). Þá tóku 8% ekki beina afstöðu.

Um 55% kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja stjórnvöld betra mikla ábyrgð á húsnæðiskreppunni, 69% kjósenda Framsóknarflokksins, 84% kjósenda Miðflokksins og um 90% kjósenda Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og sósíalista.

Könnunin var gerð 13.-21. nóvember 2024.

Úrtak var 1.697 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is