Skip to main content
Aldan

Sterk stéttarfélög eru grundvöllur góðra lífskjara

By júlí 21, 2021No Comments

Mikil umræða er nú um svokölluð „gul stéttarfélög“, en það eru félög sem eru ýmist rekin af sérhagsmunahópum, trúarhreyfingum eða aðilum í nánum tengslum við atvinnurekendur eða jafnvel af þeim sjálfum. Gulu félögin lofa réttarvernd fyrir félagsmenn sína á grundvelli laga og almennra kjarasamninga án þess þó að gera slíka samninga sjálf.

Eitt helsta hlutverk Alþýðusambands Íslands er að verja rétt vinnandi fólks til að semja um kjör sín. ASÍ berst því hart gegn hvers konar tilraunum til að koma á fót svokölluðum „gulum stéttarfélögum“ eða öðrum fyrirætlunum til undirboða á vinnumarkaði.

Berjumst gegn undirboðum launa – við töpum öll á því.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is