Skip to main content
Aldan

Nýr samningur við NPA miðstöðina

By júní 1, 2023No Comments

Þann 9. maí síðastliðinn undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Efling stéttarfélag nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Samningurinn tekur mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann. Þá undirrituðu samningsaðilar einnig sérstakan samning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma.

Einu breytingarnar sem gerðar voru frá fyrri samningi eru hækkanir launa, sem eru þær sömu og á almenna markaðnum.

Mánaðarlaun þeirra sem eru að byrja hækka um 40.256 kr.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera í eitt ár hækka um 42.201 kr.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera í þrjú ár hækka um 46.406 kr.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera 5 ár eða lengur hækka um 52.963 kr.

Þá var samið um hækkun vaktaálags á stórhátíðardögum, annars vegar úr 90% í 120% og hins vegar úr 120% í 165%.

Samninginn í heild sinni, þar á meðal sérstakan samning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma, má nálgast hér.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is