Skip to main content
Aldan

Ný upplýsingasíða fyrir fólk sem er nýtt á íslenskum vinnumarkaði

By mars 20, 2023No Comments
Labour.Is
Nýr vefur, labour.is, er kominn í loftið en um er að ræða upplýsingasíðu fyrir fólk sem er nýtt á íslenskum vinnumarkaði.Síðan er á 11 tungumálum: ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, spænsku, rúmensku, arabísku, úkraínsku, rússnesku, farsi (persnesku) og íslensku.Helsta innihald síðunnar:
• almennar upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði
• leiðbeiningar um lestur launaseðla
• upplýsingar til að hjálpa fólki að finna sitt stéttarfélag
Þá er hægt að senda fyrirspurnir og ábendingar gegnum síðuna, annað hvort undir nafni eða nafnlaust.

Samhliða útgáfu vefsíðunnar kemur út bæklingur, einnig á 11 tungumálum.

Bæklingurinn verður aðgengilegur vef ASÍ en einnig má hafa samband við skrifstofu Alþýðusambandsins og óska eftir að fá send eintök.

Smelltu hér til að skoða bæklinginn.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is