Skip to main content

Þann 10. mars síðastliðinn var viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) slitið. Ekkert hafði gengið við samningaborðið og ljóst að SA hafa lítinn áhuga á að koma til móts við kröfur SGS. Næsta skref er að fara í almenna atkvæðagreiðslu um heimild til að boða verkfall. Kynningarefni mun berast í bréfpósti upp úr 23. mars til þeirra sem eru á kjörskrá.

Þann 10. mars síðastliðinn var viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) slitið. Ekkert hafði gengið við samningaborðið og ljóst að SA hafa lítinn áhuga á að koma til móts við kröfur SGS. Næsta skref er því að fara í almenna atkvæðagreiðslu um heimild til að boða verkfall en kynningarefni mun berast í bréfpósti upp úr 23. mars til þeirra sem eru á kjörskrá.

Á heimasíðu SGS má finna upplýsingar varðandi þær spurningar sem kunna að vakna, t.d. hverjir séu hugsanlega á leið í verkfall og hvað það hafi í för með sér. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér þetta efni vel og vandlega.

Sjá nánar hér.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is