Skip to main content
Aldan

Hækkuðu launin þín ekki örugglega?

By maí 12, 2022No Comments

Í síðustu kjarasamningum var í fyrsta skipti samið um viðauka sem tæki mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti myndi launafólk fá fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðinn hagvaxtarauki næðist. Til þess að hagvaxtaraukinn virkjaðist þurfti hagvöxtur á mann að verða meiri en 1% en á síðasta ári hækkaði hann um 2,53% á mann.

Þar með var félagsmönnum tryggð 10.500 kr. hækkun á mánaðarlaunataxta og 7.875 kr. hækkun á mánaðarlaun sem eru umfram kjarasamningstaxta.

Samið var um að hækkunin kæmi til greiðslu 1. maí og því hækka taxtar og mánaðarlaun frá 1. apríl.

Ef þú ert ekki viss um að hafa fengið þína launahækkun hafðu þá endilega samband við félagið.

Rétt er að geta þess að þessar hækkanir eru til viðbótar þeim launahækkunum sem komu til framkvæmda 1. janúar sl. en þá hækkuðu kauptaxtar um 25.000 kr. á meðan almenn hækkun mánaðarlauna var 17.250 kr.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is