Skip to main content

Í dag undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda, embætti Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnun yfirlýsingu um samstarf til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum. Kristján Gunnarsson, formaður SGS, undirritaði samkomulagið fyrir hönd SGS.

Í dag undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda, embætti  Ríkisskattstjóra  og Vinnumálastofnun yfirlýsingu um samstarf til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum. Það voru þau Kistján Gunnarsson, formaður SGS, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Jóhann Ásgrímsson, fulltrúi Ríkisskattstjóra sem undirrituðu yfirlýsinguna sem hér fer á eftir

 

„Starfsgreinasamband Íslands, f.h. aðildarfélaga sinna, Samtök Ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda, embætti  Ríkisskattstjóra  og Vinnumálastofnun lýsa vilja sínum til samstarfs til þess að vinna gegn óskráðri svartri atvinnustarfsemi  í ferðaþjónustugreinum, þ.e. í veitinga-  og gistihúsum, greiðasölu og hliðstæðri starfsemi.

 

Það er markmið samstarfsins að hvarvetna sé fylgt ákvæðum kjarasamninga í ferðaþjónustugreinum og að leikreglur á vinnumarkaði séu virtar. Markmiðinu hyggjast samstarfsaðilar ná með markvissu vinnustaðaeftirliti, gegnsæi og miðlun upplýsigna milli aðila. Samstarfsaðilarnir hvetja vinnuveitendur og starfsfólk til þess að virða reglur um vinnustaðaskírteini þar sem þau auðvelda m.a. gegnsæi í því sambandi að um lögmæta, skráða atvinnustarfsemi sé að ræða á viðkomandi vinnustað.“

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is