Skip to main content
Aldan

Félagsmannasjóður greiddur til þeirra sem störfuðu hjá Sveitarfélaginu eða Akrahreppi í fyrra

By febrúar 1, 2023No Comments

Samkvæmt kjarasamningi SGS / Öldunnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ber sveitarfélögum að greiða 1,5% af heildarlaunum starfsmanna í Félagsmannasjóð og skulu starfsmenn sem vinna eftir þeim samningi fá greitt úr sjóðunum einu sinni á ári, nánar tiltekið í febrúarbyrjun. Fyrstu tvö árin eftir stofnun sjóðsins hélt SGS utan um greiðslur til félagsmanna en á síðasta ári var tekin sú ákvörðun að stéttarfélögin innan SGS myndu sjálf taka við sjóðinum og sjá um að greiða úr honum til sinna félagsmanna. Stéttarfélagið er því í raun eingöngu vörsluaðili sjóðsins og greiðir úr honum skv. kjarasamningi þann 1.febrúar ár hvert.

Í morgun greiddi Aldan í fyrsta sinn úr sjóðinum til sinna félagsmanna vegna vinnu þeirra árið 2022 og námu greiðslur úr sjóðinum rúmum 10 milljónum til 232 starfsmanna. Rétt er að geta að stéttarfélagið hefur ekki tekið staðgreiðslu af upphæðinni.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is