Skip to main content
Aldan

8.þing ASÍ-UNG

By september 19, 2022No Comments

8. Þing ASÍ-UNG var haldið á Hotel Natura, föstudaginn 16. september, 2022. ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Fyrirmyndir komandi kynslóða – Er verkalýðshreyfingin aðlaðandi starfsvettvangur?“ Sérstök áhersla var á heilbrigð og uppbyggileg samskipti auk þess sem sérstaklega var fjallað um nýliðun innan hreyfingarinnar.

Á þinginu var ný stjórn ASÍ-UNG kosin, en hana skipa nú:

Ásdís Helga Jóhannsdóttir, AFL
Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélag Suðurlands
Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Framsýn
Inga Fanney Rúnarsdóttir, Verkalýðsfélag Grindavíkur
Jón Unnar Viktorsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
Ólöf Helga Adolfsdóttir, Efling
Sindri Már Smárason, AFL
Svanfríður Guðrún Bergvinsdóttir, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR

Nýkjörin stjórn ASÍ-UNG

Í kjölfar þingsins hélt ný stjórn ASÍ-UNG fyrsta fund stjórnarinnar. Nýr formaður ASÍ-UNG var kosinn á fundinum; Ástþór Jón Ragnheiðarson; Verkalýðsfélagi Suðurlands og varaformaður ASÍ-UNG; Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR.

Þorvarður Bergmann Kjartansson, varaformaður og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is