18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 25. júní síðastliðinn.
Verði samningurinn samþykktur í í atkvæðagreiðslu mun hann gilda frá 1. apríl 2024 til 31. mars 202.
Kosning um samninginn verður rafræn og hefst hún kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 1.júlí og lýkur kl.09:00 mánudaginn 8.júlí.
Á heimasíðu SGS má sjá kynningarefni og helstu atriði samningsins og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér efni samningsins.
Unnið er að því að þýða helstu atriði samningsins á ensku og pólsku og mun það efni birtast á þessari kynningasíðu SGS um leið og það er tilbúið.
Félagsmenn fá sendan kosningahlekk í sms-i eða tölvupósti, en einnig verður hægt að kjósa um samninginn á HÉR (athugið að kosningarhluti síðunnar opnar ekki fyrr en á hádegi næstkomandi mánudag).