Skip to main content
Aldan

Þing Alþýðusambands Norðurlands

By september 30, 2022No Comments

Hlutverk Alþýðusambands Norðurlands (AN) er að vinna að alhliða hagsmunum aðildarfélaga og félagsmanna þeirra.   Tilgangur sambandsins er að efla umræðu um málefni er varða búsetu, atvinnu, menntun og lífskjör íbúa á Norðurlandi, en einnig að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings á hlutverki stéttarfélaga.

Nú rétt í þessu er tveggja daga þingi AN að ljúka en þingið er að venju haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal. Á þingið koma þingfulltrúar frá stéttarfélögum alls staðar af Norðurlandi. Hátt í  100 manns eiga rétt á setu á þinginu en af þeim á Aldan 7 fulltrúa.

 

Dagskrá 37. þing AN

Fimmtudagur 29. september 2022

10:00     Setning þingsins
                  Skýrsla stjórnar.
                  Skipun kjörbréfanefndar.

10:20     VIRK starfsendurhæfingarsjóður
Helga Þyri Bragadóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá VIRK í Eyjafirði

10: 55     Kaffihlé

11:10       Vinnumálastofnun – staða og framtíðarsýn
                  Ellen Jónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra

11:40      Staða og framtíð í kjötvinnslu á Íslandi
                 Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis Norðlenska ehf.

12:10      Hádegisverður

12:50      Málefni trúnaðarmanna
                 Trúnaðarmenn segja frá starfinu og viðhorfinu til þess.
Elsa Hrönn Gray Auðunsdóttir og Sigríður Þórunn Jósepsdóttir, Eining-Iðja. Sirrý Laxdal, FVSA. Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Framsýn.
Umræður

13:20     Bjarg íbúðafélag
                 Björn Traustason, framkvæmdastjóri

13:50     Lífeyrismál
                 Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa

14:20     Samvinna og samstarf Alþýðusambands Norðurlands við Orlofsbyggðina á Illugastöðum.
                 Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, fjallar um samvinnuna og samskiptin.
                Orðið laust um málefnið.

KAFFITÍMi

                Umræður í hópum um málefnið, Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir og Guðrún Edda Baldursdóttir frá ASÍ munu stjórna vinnunni sem verður með þjóðfundarfyrirkomulagi.

17:10     Önnur mál

17:20     Hlé

19:30     Kvöldverður og kvöldvaka, gaman saman

Föstudagur 30. september 2022

09:00 – 10:00 Morgunverður

10:00    Afgreiðsla og ályktanir
                 Niðurstöður hópavinnu kynntar og lagðar fram til umsagnar og afgreiðslu.

10:45     Ársreikningar og fjárhagsáætlun
                Ársreikningar 2019, 2020 og 2021
                Fjárhagsáætlun 2022 og 2023

11:10     Kosningar

11:15      Önnur mál

11:30     Þingslit
                Hádegisverður

Sjá nánar á þingvef AN

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is