Skip to main content
Aldan

Tæplega þriðjungur fólks á vinnualdri fær ekki fullt orlof í sumar

By júlí 21, 2021No Comments

Ný skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusambandið sýnir að tæplega þriðjungur fólks á vinnualdri (20-65) á ekki rétt á fullu orlofi í sumar. Fullt orlof telst 24 greiddir frídagar eða meira. Þegar spurt var um ástæðu þess að viðkomandi fái ekki fullt orlof nefndu 55% að þeir hefðu ekki verið í starfi sl. 12 mánuði og rúmlega 8% sögðust sjálfstætt starfandi.

Athygli vekur að aðeins 5,8% fá ekki fullt orlof vegna skerts starfshlutfalls vegna hlutabótaleiðar en þá ber að hafa í huga að þeim sem nýttu þá leið fækkaði mikið eftir 1. maí í fyrra. Tæplega 1% sögðust hafa nýtt orlof vegna sóttkvíar og 2,7% nefndu aðrar ástæður þar á meðal að hafa nýtt orlof vegna lokunar grunn- eða leikskóla.

Konur og yngra fólk er líklegra til að eiga ekki rétt á fullu orlof í sumar og það sama má segja um fólk með lægri tekjur og þá sem eru starfandi á almenna vinnumarkaðnum.

Markmið þessarar könnunarinnar var að kanna sumarfrí og orlofsrétt launafólks í Covid-19.

Um netkönnun var að ræða sem var gerð 30. apríl til 10. maí 2021. Úrtakið var 1604 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 51,4% eða 824 manns.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is