Jóhann Steinar Jóhannsson fór yfir nokkur álitamál tengd tilgreindri séreign, í erindinu “Tilgreind séreign – skyldutrygging í óvissuferð.”
Að loknu erindi Jóhanns Steinars var opnað fyrir umræðu og fyrirspurnir. Nokkrar fyrirspurnir komu fram og var ma. fjallað um erfiða stöðu íslenskra lífeyrissjóða í samkeppni við þýsk tryggingarfélög. Þetta er mjög stórt hagsmunamál fyrir lífeyrissjóðina, en tilgreind séreign er hluti af lágmarkstryggingavernd. Þetta mál kallar á ríka samstöðu lífeyrissjóða sem er sannarlega til staðar og einnig að beinni aðkomu bakhjarla sjóðanna.
Næsti fundur samráðshópsins, sem fram fer í haust, verður í umsjá lífeyrisnefndar ASÍ.