Samkvæmt kjarasamningi á ræstingarfólk á almennum vinnumarkaði að fá greiddan svokallaðan ræstingarauka. Þetta ákvæði kjarasamningsins tók gildi í ágúst sl. og eiga þessar greiðslur að hafa verið greiddar mánaðarlega síðan. Greiðslan á að vera sérmerkt á launaseðli og hvetjum við félagsmenn til að skoða launaseðlana og athuga hvort greiðslurnar hafi ekki örugglega skilað sér.
Ræstingaraukinn reiknast sem hlutfall af starfshlutfalli, en fyrir 100% starf skulu greiðast 19.500 krónur á mánuði. Athugið þó að ræstingaraukinn er ekki hluti af grunnlaunum og myndar því ekki stofn fyrir yfirvinnu og aðrar álagsgreiðslur. Á heimasíðu SGS má finna reiknivél sem félagsmenn geta notað til að reikna út ræstingaraukann sinn og aðrar kjarasamningbundnar hækkanir miðað við þeirra forsendur.