Nú stendur yfir könnun um stöðu launafólks og hafa þeir félagsmenn Öldunnar sem félagið hefur netföng hjá, fengið sendan tölvupóst með hlekk á könnunina. Viljum við eindregið hvetja félagsmenn okkar til að taka þátt í könnuninni en henni lýkur á næstu dögum.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið könnunina senda, en vilja taka þátt, geta fengið hlekkinn sendan ef óskað er.
Vinsamlega hafið þá samband við skrifstofu með tölvupósti á netfangið skrifstofa@stettarfelag.is