Skip to main content
Aldan

Félagsmannasjóður greiddur út í dag

By febrúar 3, 2025No Comments

Samkvæmt kjarasamningi SGS / Öldunnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ber sveitarfélögum að greiða 2,2% af heildarlaunum starfsmanna í Félagsmannasjóð og skulu starfsmenn sem vinna eftir þeim samningi fá greitt úr sjóðunum einu sinni á ári, nánar tiltekið í febrúarbyrjun vegna vinnu sinnar árið á undan. Aldan er vörsluaðili fyrir sjóðinn og greiddi hann út til sinna félagsmanna nú í morgun. 259 félagsmenn fengu greiðslur úr sjóðinum að þessu sinni og námu þær rúmum 20 milljónum í heildina.

Rétt er að geta að stéttarfélagið hefur ekki tekið staðgreiðslu af upphæðinni.

 

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is