Allir félagsmenn Öldunnar sem starfa, eða störfuðu, hjá sveitarfélagi á árinu 2021 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði, hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu.
Félagsmenn sem ekki fengu greitt á síðasta ári, eða hafa ekki sent inn reikningsupplýsingar sínar eru hvattir til að gera það sem fyrst á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands (SGS), sem annast greiðslurnar.
Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 1,5% af heildarlaunum starfsmanna. Greiðsla úr sjóðnum til starfsmanna skal fara fram 1.febrúar ár hvert vegna vinnu þeirra árið áður.