Skip to main content
Aldan

Desemberuppbót

By desember 3, 2021No Comments

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða bæði starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

Full desemberuppbót árið 2021 ( miðað við 100% vinnu)
96.000 kr. hjá þeim sem vinna á almennum vinnumarkaði. – greiðist eigi síðar en 15.desember.
96.000 kr. hjá þeim sem vinna hjá ríki – greiðist  1.desember.
121.700 kr. hjá þeim sem vinna hjá sveitarfélögum – greiðist 1.desember.

Kjarasamningur SGS við SA (almennur vinnumarkaður)

Kjarasamningur SGS við ríkið

Kjarasamningur SGS við sveitarfélögin

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is