Skip to main content
Aldan

ASÍ: Miðstjórn ASÍ styður breytingar á veiðigjöldum

By apríl 4, 2025No Comments

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur samþykkt eftirfarandi ályktun:

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) styður boðaðar breytingar á lögum um veiðigjöld og telur rétt að skattstofninn miðist við raunverulegt markaðsverð á afurðum.

Auðlindir Íslands eru sameign þjóðarinnar. Auðlindamál voru meginþema síðasta þings ASÍ og kallaði þingið eftir endurskoðun gjaldtöku vegna nýtingar hvers kyns auðlinda. Þar eigi að miða að því að gjaldtaka af auðlindum tryggi þjóðinni réttláta hlutdeild í þeim umframarði sem til verður við nýtingu auðlinda. Þetta hefur ekki tekist með núverandi kerfi þar sem veiðigjöld eru einungis lítill hlutur í mældri auðlindarentu í sjávarútvegi.

Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Augljós galli í núverandi kerfi veiðigjalda er að sjávarútvegsfyrirtæki geta komist hjá greiðslu eðlilegs gjalds með milliverðlagningu. Boðað frumvarp bætir úr framangreindum galla.

ASÍ leggur þó áherslu á að hluti auðlindaarðs verði eftir í þeim byggðum þar sem nýting fer fram. ASÍ telur jafnframt mikilvægt að stjórnvöld rýni vel hvaða áhrif þessar breytingar hafa á smærri útgerðir og fiskvinnslur.”

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is