Skip to main content
Aldan

Allsherjarverkfall kvenna 24. október

By október 4, 2023No Comments
Kvennaverkfall 2023
Alþýðusamband Íslands er á meðal þeirra samtaka sem efna til kvennaverkfalls 24. október. Boðað er til allsherjarverkfalls; konur eru hvattar til að mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin, standa ekki „þriðju vaktina” og eftirláta körlunum að sinna heimilinu, börnunum, eldra fólkinu og öllu hinu meðfram sinni fullu vinnu.Enn er langt í land

Á þeim tæplega 50 árum sem liðin eru frá fyrsta kvennaverkfallinu hefur vissulega náðst markveður árangur í jafnréttismálunum. Ennþá er samt langt í land.

  • Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.
  • Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða myndar láglaunahópa í samfélaginu.
  • Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.

Við bíðum ekki lengur – og krefjumst aðgerða strax!

Stöðvum ofbeldið!

Auk þess kerfisbundna vanmats á störfum kvenna hér á landi eru önnur meginþemu verkfallsins kynbundið og kynferðislegt sem meira en 40% kvenna verða fyrir á lífsleiðinni.

Við bíðum ekki lengur – og krefjumst róttæka aðgerða gegn ofbeldinu strax!

Konur koma saman til útifundar á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14:00 á verkfallsdaginn. Unnið er að skipulagningu funda og viðburða viða um land.

Hægt er að skrá sig á Facebook-viðburð verkfallsins hér.

ASÍ stendur að Kvennaverkfallinu 2023 ásamt eftirfarandi:

Aflið (Akureyri)
Bandalag kvenna í Reykjavík
BHM – Bandalag háskólamanna
BSRB
Druslugangan
Druslubækur og Doðrantar
Delta Kappa Gamma, félag kvenna í fræðslustörfum
Femínísk fjármál
Femínistafélag HÍ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna
IceFemin
Kennarasamband Íslands
Knúz.is
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennahreyfing ÖBÍ
Kvennaráðgjöfin
Kvennasögusafn Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Rótin
Samtök um kvennaathvarf
SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Samtökin ’78
Soroptimistasamband Íslands
Stígamót
UN Women Ísland
Ungar athafnakonur
WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi
W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Q – félag hinsegin stúdenta

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is