Nú fer hver að verða síðastur að bóka tíma í ókeypis fjármálaráðgjöf hjá Birni Berg en
fresturinn rennur út á föstudaginn næstkomandi.
Ráðgjöfin fer fram í 50 mínútna fjarfundi og við hvetjum félagsmenn okkar til að nýta sér þetta tækifæri.
Vegna skráningar vinsamlega hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 453 5433 eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@stettarfelag.is .
Ykkur verður þá komið í samband við ráðgjafann sem finnur með ykkur heppilegan tima.
