Þeir félagsmenn sem eru starfsmenn Skagafjarðar og/eða störfuðu hjá sveitarfélaginu á síðstliðnu ári, eiga rétt á greiðslu úr félagsmannasjóði þann 1.febrúar nk.
Forsenda þess að hægt sé að greiða úr sjóðnum er að Aldan hafi bankaupplýsingar þeirra félagsmanna sem um ræðir.
Vinsamlega hafið samband við félagið í síma 453 5433 og látið okkur þessar upplýsingar í té svo hægt sé að tryggja ykkur greiðsluna á réttum tíma.
Athugið að þetta á bara við um nýja starfsmenn og þá sem hafa skipt um bankareikning frá því síðasta greiðslan úr sjóðnum var framkvæmd þann 1.febrúar í fyrra.
