Í desember og janúar stendur félagsmönnum til boða að bóka tíma í fjármálaráðgjöf hjá Birni Berg. Ráðgjöfin getur t.d. snúist um lántöku, að ráða fram úr skuldavanda heimilis eða undirbúning fyrir töku ellilífeyris. Ráðgjöfin hentar pörum jafnt sem einstaklingum á öllum aldri sem vilja fá betri yfirsýn og ná tökum á sínum fjármálum.
Ráðgjöfin fer fram í 50 mínútna fjarfundi sem er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Vegna skráningar vinsamlega hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 453 5433 eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@stettarfelag.is . Ykkur verður þá komið í samband við ráðgjafann sem finnur með ykkur heppilegan tima.
