Skip to main content
Aldan

Starfar þú við ræstingar á almennum vinnumarkaði ?

By september 13, 2024No Comments

Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars síðastliðnum, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum á almennum vinnumarkaði. Þetta þýðir að ræstingarfólk átti að fá sérstaka viðbótargreiðslu með launum sem greidd voru út um síðustu mánaðamót.

Ræstingaraukinn skal greiddur út mánaðarlega og reiknast hann í hlutfalli við starfshlutfall, en fyrir fullt starf er hann 19.500 kr. á mánuði. Hafa ber í huga að ræstingaraukinn er ekki hluti af grunnlaunum og myndar þar af leiðandi ekki stofn fyrir yfirvinnu og aðrar álagsgreiðslur.

Í reiknivél SGS geta félagsmenn séð hvernig ræstingaraukinn, sem og aðrar kjarasamningsbundar hækkanir í kjarasamningi SGS og SA, koma til með að líta út m.v. eigin forsendur.

Félagsmenn  sem starfa við ræstingar á almennum vinnumarkaði eru hvattir til að skoða launaseðla sína vel  og ganga úr skugga um að greiðslan hafi skilað sér.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is