Skip to main content
Aldan

Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn

By júlí 5, 2024júlí 8th, 2024No Comments

Þann 3. júlí sl. undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá hafa samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar getað unað við.

Félögin sem standa að samningnum eru eins og áður kom fram 17 talsins og er Aldan stéttarfélag meðal þeirra.

Nýr samningur gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og verður kynntur félagsfólki á næstu dögum. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst föstudaginn 5. júlí kl. 12:00 og lýkur mánudaginn 15. júlí kl. 09:00.

Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna á upplýsingasíðu um samninginn.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is