Fjarðarkaup var þriðja ódýrasta verslunin á heildina litið, og í öllum undirflokkum nema vegan vörum, þar sem hún var ódýrari en Krónan.
Hér að neðan má sjá verðlag í öllum undirflokkum ásamt fjölda vara sem lágu til grundvallar samanburðinum.
Verð var einnig skoðað í Costco, en aðeins mátti finna 23 vörur þar af þeim sem voru til samanburðar. Verðlag á þeim var að jafnaði 5,7% lægra en þar sem það var lægst annars staðar — allt frá því að vera 15% ódýrara upp í að vera 9% dýrara. Hafa þarf í huga að einungis er hægt að versla í Costco ef greitt er fyrir aðgangskort.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.