Nú stendur yfir könnun um stöðu launafólks á Íslandi . Varða – Rannsóknastofa vinnumarkaðarins heldur utan um könnunina en meginmarkmiðið er að varpa ljósi á fjárhagslega stöðu og heilsu launafólks á Íslandi, sem og réttindabrot á vinnumarkaði.
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og úrvinnslu á niðurstöðum.
- Það tekur um 15 mínútur að svara könnuninni.
- Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.
- Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í síma, spjaldtölvu eða tölvu.
- Könnunin opnar fimmtudaginn 9. febrúar og verður lokað miðvikudaginn 22. febrúar.
- Könnunin er á þremur tungumálum, þ.e. á íslensku, ensku og pólsku.
- Þrír þátttakendur vinna 40.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í könnuninni, enda er mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.