Skip to main content
Aldan

Breytt styrkhlutfall á greiðslu fræðslusjóðsstyrkja

By janúar 4, 2023No Comments

Síðastliðin 2 ár hafa fræðslusjóðirnir sem félagið er aðili að verið með átak í fræðslu vegna Covid-19 og hækkuðu þeir þá endurgreiðsluhlutfall styrkja  úr 75% í 90%. Nú er átakinu lokið og hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að hlutfallið verði 80% frá og með 1.janúar 2023.

Hámark einstaklingsstyrkja er 130.000 kr. á ári en félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér fræðslusjóðina síðustu 3 ár eiga rétt á á styrk að upphæð allt að 390.000 kr. fyrir eitt samfellt nám/námskeið. Eins og áður kom fram er þó aldrei greitt meira en sem nemur 80% af kostnaði námsins.

Sjá nánar um reglur vegna einstaklingsstyrkja hér:

Landsmennt (fyrir félagsmenn sem vinna á almennum vinnumarkaði)

Ríkismennt (fyrir félagsmenn sem vinna hjá ríkisstofnunum eins og HSN og Vegagerð ríkisins)

Sveitamennt (fyrir félagsmenn sem vinna hjá sveitarfélagi)

Sjómennt (fyrir sjómenn)

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is