Skip to main content
Aldan

Samstaða gegn bólusetningarskyldu

By janúar 24, 2022No Comments

Nánast óþekkt er í ríkjum Evrópu að hreyfingar launafólks styðji áform eða tillögur um að komið verði á bólusetningarskyldu vegna COVID-veirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi frá Verkalýðshreyfingunni í Evrópu (European Trade Union Confederation, ETUC).  

Í fréttabréfinu er að finna fróðleik um stöðu mála í hinum ýmsu ríkjum Evrópu með tilliti til bólusetninga og kemur þar fram að í nær öllum þeirra hvetur verkalýðshreyfingin félagsmenn sína sem landsmenn alla að þiggja bólusetningar í þeim tilvikum sem þeim er það ekki ókleift af heilbrigðisástæðum.  

Í mörgum ríkjum hafa verkalýðssamtök lýst yfir þungum áhyggjum af áformum um að skylda launafólk að þiggja bólusetningu sérstaklega þegar boðað er að neitun geti leitt til uppsagna og annars konar misréttis sem brjóti gegn grundvallar mannréttindum starfsfólks.  

Í þeim ríkjum þar sem bólusetningarskylda hefur verið innleidd hafa verkalýðsfélög mótmælt því að þau hafi verið sniðgengin við ákvörðunarferlið og hvatt til þess að virt verði sjálfsögð viðmið um samráð og viðræður um svo mikilvæg samfélagsmálefni.

Fréttabréf ETUC má nálgast hér.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is