Ýmsir styrkir úr sjúkrasjóði

Hér má sjá fleiri styrki sem standa félagsmönnum Öldunnar til boða.
Til að sækja um skal fylla út þessa umsókn um styrki  og framvísa tilheyrandi greiðslukvittun á skrifstofu félagsins.

 

Styrkur vegna sjúkraþjálfunar og sjúkranudds hjá löggiltum sjúkraþjálfara eða kírópraktor
Endurgreiddur er 50% af reikningi, þó að hámarki 3.000 kr. fyrir hvert skipti. Heildargreiðsla vegna þessa verður þó aldrei hærri en 50.000 kr. á ári.
skrifstofu félagsins skal fylla út umsókn og auk þess framvísa greiðslukvittun, ásamt yfirliti um fjölda skipta, til staðfestingar á meðferð hjá sjúkraþjálfara.

Endurgreiðsla vegna krabbameinsskoðunar
Félagsmenn eiga rétt á því að fá endurgreitt vegna reglubundinnar krabbameinsskoðunar einu sinni á ári. Framvísa skal greiðslukvittun þess efnis á skrifstofu.

Önnur krabbameinsleit og framhaldsskoðun vegna krabbameinsleitar
Styrkur er veittur vegna annarrar krabbameinsleitar, sem og framhaldsskoðunar vegna krabbameins. Greitt er allt að kr. 8.000,- þó aldrei hærri upphæð en greiðslukvittun segir til um.
Á skrifstofu félagsins skal fylla út umsókn og framvísa greiðslukvittun vegna skoðunar.

Styrkur vegna líkamsræktar
Endurgreiddur er hluti af kostnaði vegna t.d. jóganámskeiða, leikfimi/sundleikfimi undir leiðsögn viðurkennds leiðbeinanda og kaupa á kortum í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.
Endurgreiddur er helmingur af reikningi en þó aldrei meira en 12.000 kr. á ári.

Styrkur vegna læknisferða utan héraðs
Heimilt er að veita styrk vegna læknismeðferðar utan héraðs, að hámarki 10 ferðir á 12 mánaða tímabili, enda hafi Tryggingastofnun Íslands þá þegar greitt kostnað vegna tveggja ferða og skal umsækjandi framvísa staðfestingu þar um.
Greiðslur skulu vera í samræmi við gjaldskrá Tryggingastofnunar. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafa beiðni ef sambærileg þjónusta er til staðar í heimabyggð.

Styrkur vegna frjósemisaðgerðar
Félagsmenn eiga rétt á sérstökum styrk vegna frjósemisaðgerðar, allt að 100.000 kr. á ári.

Alvarleg veikindi
Þegar alvarleg veikindi, slys eða dauðsfall ber að höndum eða aðrar óðviðráðanlegar orsakir sem sjóðsstjórn metur til fjárhagslegs eða atvinnulegs tjóns fyrir félagsmenn er stjórn heimilt að veita viðkomandi heimili sérstakan styrk eftir nánari reglum þar um. Skal þá tekið tillit til atvinnutekna, bótaréttar frá almannatryggingum eða sjúkrabóta. Þá ber að taka tillit til fjölskyldustærðar og annarra aðstæðna heimilis hverju sinni.

Styrkur til kaupa á gleraugum og linsum
Styrkur er veittur til kaupa á gleraugum og linsum. Styrkurinn er að hámarki kr. 30.000 – þó ekki meira en sem nemur 50% kostnaðar, annað hvert ár.

Styrkur til kaupa á heyrnartækjum
Styrkur er veittur til kaupa á heyrnartækjum. Styrkurinn er að hámarki kr. 50.000 fyrir hvort eyra – þó ekki meira en sem nemur 50% kostnaðar, annað hvert ár.

Styrkur vegna dvalar á meðferðisstofnun, t.d. á NLFÍ í Hveragerði, SÁÁ eða á sambærilegri stofnun
Heimilt er að endurgreiða allt að helming af dvalarkostnaði vegna dvalar á meðferðarstofnun, þó að hámarki 85.000 kr. á ári.

Styrkur vegna laser augnaðgerðar eða augasteinaskipta
Heimilt er að styrkja laser augnaðgerð eða augasteinaskipti, sem nemur 50% af kostnaði fyrir hvort auga, þó að hámarki 50.000 kr. fyrir hvort auga eða 100.000 kr. fyrir bæði augun.

Styrkur vegna áreynslu-/þolprófs hjá Hjartavernd
Endurgreitt er allt að 8.000 kr. á ári, þó aldrei hærri upphæð en reikningur segir til um.

Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi eða ADHD greiningar
Greitt er 50% af reikningi, þó aldrei meira en 50.000 kr. á ári.