Aldan á aðild að 4 fræðslusjóðum en það eru Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt.
Starf félagsmanns ræður því í hvaða sjóði réttur hans liggur, eftir því hvort viðkomandi starfar á almennum vinnumarkaði, er sjómaður eða starfar hjá ríki eða sveitarfélögum. Sjá nánar hér til hliðar.
Greiðandi félagsmenn geta sótt um styrki vegna náms og námskeiða.
Dæmi um styrkhæft nám/námskeið eru háskólanám, framhaldsskólanám, aukin ökuréttindi, almenn ökuréttindi, tómstundanám, tungumálanámskeið, íslenskunám fyrir útlendinga, sjálfstyrkingarnámskeið og margt fleira.