Skip to main content

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,06% milli mánaða og mælist ársverðbólga í janúar 4,3% samanborið við 3,6% i desember. Vísitala án húsnæðis lækkar um 0,24% frá desember 2020.

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,06% milli mánaða og mælist ársverðbólga í janúar 4,3% samanborið við 3,6% i desember. Vísitala án húsnæðis lækkar um 0,24% frá desember 2020.

Janúarútsölur hafa nokkur áhrif á vísitöluna sem sýnir sig m.a. í verðlækkunum á fötum og skóm og húsgögnum og heimilisbúnaði. Áhrif janúarútsala eru þó töluvert á þessu ári en venjan er. Húsnæði, hiti og rafmagn hækkar nokkuð milli mánaða auk þess sem nokkrar hækkanir eru á opinberri þjónustu.

Húsnæði, hiti og rafmagn, bensín og mat- og drykkjarvara hefur mest áhrif til hækkunar á vísitölunni
Mest áhrif til hækkunar hefur húsnæði, hiti og rafmagn sem hækkar um 0,61% (áhrif 0,19%). Undir þeim lið hækkar sorphreinsun mest, 16,5% (áhrif 0,06%). Þá hækkar reiknuð húsaleiga eða kostnaður vegna eigin húsnæðis um 0,31% (áhrif 0,05%), hiti um 2,47% (áhrif 0,04%) og rafmagn um 2,16% (áhrif 0,03%). Hækkun á mat- og drykkjarvöru um 0,63% (áhrif 0,10%) hefur einnig töluverð áhrif til hækkunar á vísitölunni. Bensín og olíur hækka um 3,1%( áhrif 0,11%) og bílar um 0,34% (áhrif 0,02%).

Janúarútsölur mesti áhrifaþáttur á lækkun vísitölunnar
Mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur verðlækkun á fatnaði á skóm vegna um 6,5% (áhrif -0,23%). Húsgögn og heimilisbúnaður lækkar um 3,35% (áhrif 0,19%). Þá lækka ýmsir liðir undir liðnum tómstundir og menning eins og sjónvörp, útvörp og myndspilarar um 6,1% (áhrif -0,02%) og hljómflutningstæki um 8,1% (áhrif -0,02%). Þá lækka internettengingar um 3,11% milli mánaða (áhrif -0,02%).

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

Hækkun á dagvöru og opinberri þjónustu en innfluttar vörur lækka í verði
Þegar verðbreytingarnar eru skoðaðar eftir uppruna má sjá að hækkun á dagvöru vegur þungt í vísitölunni sem og hækkun á bensíni og opinberri þjónustu um 1,8% (áhrif 0,14%). Innlend mat- og drykkjarvara hækkar meira en innflutt og innfluttar vörur aðrar en mat- og drykkjarvara og grænmeti lækkar um 2,83% (áhrif -0,47%).

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is