Skip to main content

Dagana 8. og 9. maí stóð Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fólk kom saman á Hotel Stracta á Hellu og var mætingin með besta móti, en alls mættu 27 fróðleiksfúsir fulltrúar frá alls 15 félögum. Fulltrúar Öldunnar voru þau Bjarki Tryggvason og Arna Björnsdóttir.

Dagana 8. og 9. maí stóð Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fólk kom saman á Hotel Stracta á Hellu og var mætingin með besta móti, en alls mættu 27 fróðleiksfúsir fulltrúar frá alls 15 félögum.  Fulltrúar Öldunnar voru þau Bjarki Tryggvason og Arna Björnsdóttir.

Dagskráin var fjölbreytt og sett saman samkvæmt óskum þátttakenda. Meðal dagskrárliða fyrri daginn voru erindi og umræður um uppbyggingu trúnaðarmannakerfa og stuðning við trúnaðarmenn, notkun samfélagsmiðla og samskipti atvinnurekenda og stéttarfélaga í ferðaþjónustunni. Seinni daginn var farið yfir verkefnin sem eru framundan hjá SGS, auk þess sem fulltrúi fræðslusjóðanna fór yfir nýtingu félagsmanna á fræðslusjóðunum og verkferla vegna umsókna.

Þetta var í fjórða skipti sem SGS stendur fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk stéttarfélaganna og ljóst að þessi viðburður er kominn til að vera, enda hefur ánægja þátttakenda verið mikil í öll skiptin.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is