Skip to main content

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var í dag gengið frá undirritun samkomulags vegna endurskoðunar kjarasamninga og laun munu því hækka á almennum markaði.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var í dag gengið frá undirritun samkomulags vegna endurskoðunar kjarasamninga og laun munu því hækka á almennum markaði.

Taxtalaun og lágmarkstekjutrygging hækka um 11.000 krónur en önnur laun um 3,25% og kemur hækkunin til framkvæmdar þann 1.febrúar næstkomandi. Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með launaseðlum og hafa samband við skrifstofuna ef óljóst er hvort hækkunin hafi skilað sér.

Rétt er að benda á að laun munu ekki hækka fyrr en 1.mars hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga.

Samkomulagið má lesa í heild sinni á vef ASÍ.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is