Skip to main content

Hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað er mjög mikilvægt, bæði fyrir félagsmenn og ekki síst fyrir stjórn stéttarfélagsins og starfsmenn þess. En hvert er hlutverk trúnaðarmannsins? Hvernig er hann kosinn og hvaða réttindi hefur hann?

Hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað er mjög mikilvægt, bæði fyrir félagsmenn og ekki síst fyrir stjórn stéttarfélagsins og starfsmenn þess. En hvert er hlutverk trúnaðarmannsins? Hvernig er hann kosinn og hvaða réttindi hefur hann?
Svör við þessum spurningum ásamt fleirum er að finna í nýju kynningarefni um trúnaðarmenn sem Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur útbúið og má nálgast á heimasíðu þess. Í kynningarefninu er farið yfir hlutverk trúnaðamannsins á vinnustað og hvaða réttindi hann hefur sem slíkur. Þá er fjallað um kosningu trúnaðarmanna og hvaða menntunar- og fræðsluúrræði þeim stendur til boða. Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku, sjá nánar hér.

Næsta trúnaðarmannanámskeið er fyrirhugað um miðjan nóvember og munu trúnaðarmenn félagsins fá nánari upplýsingar um það innan skamms.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is