Í dag heldur ASÍ-UNG sitt þriðja þing, nú undir yfirskriftinni ,,Samfélag fyrir alla… líka ungt fólk“. ASÍ-UNG er vettvangur fyrir ungt launafólk innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) en öll aðildarfélög sambandsins hafa rétt til að senda þeirra fulltrúa á þingið. Jón Ægir Ingólfsson og Erla Björk Helgadóttir sitja þingið fyrir hönd Öldunnar stéttarfélags.
Í dag heldur ASÍ-UNG sitt þriðja þing, nú undir yfirskriftinni ,,Samfélag fyrir alla… líka ungt fólk".
ASÍ-UNG er vettvangur fyrir ungt launafólk innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) en öll aðildarfélög sambandsins hafa rétt til að senda þeirra fulltrúa á þingið. Jón Ægir Ingólfsson og Erla Björk Helgadóttir sitja þingið fyrir hönd Öldunnar stéttarfélags.
Meðal helstu verkefna ASÍ–UNG er að kynna starfsemi stéttarfélaganna og réttindi unga fólksins og skyldur þeirra á vinnumarkaði. Þá er ASÍ-UNG ætlað að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.
Sjá nánar á heimasíðu ASÍ-UNG