Skip to main content

Sjónvarpsstöðin N4 hefur gert sex myndbönd um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu undir yfirskriftinni „Öryggi er allra hagur“. Myndböndunum er ætlað að vera fræðandi og benda á mikilvægi þess að allir sem koma að vinnslunni séu meðvitaðir um öryggis- og hreinlætismál.

Sjónvarpsstöðin N4 hefur gert sex myndbönd um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu undir yfirskriftinni „Öryggi er allra hagur“. Myndböndunum er ætlað að vera fræðandi og benda á mikilvægi þess að allir sem koma að vinnslunni séu meðvitaðir um öryggis- og hreinlætismál.

Slysum í fiskvinnslum hefur því miður farið fjölgandi á undanförnum árum og því er mikilvægt að fyrirtæki í fiskvinnslu bregðist við með aukinni fræðslu í vinnuvernd, en komið hefur í ljós að slysin tengjast oftar en ekki vélbúnaði.

Þessu framtaki ber að fagna og hvetjum við starfsfólk í fiskvinnslum til að kynna sér myndefnið – það er aldrei of varlega farið!

Öll myndböndin má sjá hér.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is