Hótelgisting í Reykjavík

Félagið er með samning við Icelandic Apartments  í Urðarhvarfi 4, Kópavogi þar sem boðið upp á gistingu í fallegum, rúmgóðum og vel útbúnum stúdíóíbúðum.
Rúmföt og handklæði fylgja og eru rúmin uppábúin við komuna. Baðherbergi eru öll með sturtu og eldunaraðstaða er í öllum íbúðum ásamt ísskáp, áhöldum og leirtaui. Frí nettenging er innifalin, sem og aðgangur að sjónvarpsrásum, auk þess sem þvottaaðstaða er til staðar á hótelinu með þvottavélum og þurrkurum. Lyfta er í húsinu, aðgengi er gott og frí bílastæði eru fyrir framan húsið.

Mæting er eftir kl.15:00 á komudegi og skila þarf herbergi fyrir kl.12: 00 á brottfarardegi.

Til að panta gistingu á hótelinu má senda tölvupóst á netfangið info@icelandicapartments.com eða hringja í síma 575 0900 á milli kl. 9 og 17 virka daga.

Gefa þarf upp nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og fjölda við bókun og taka fram að um félagsmann sé að ræða.

Verð fyrir félagsmenn:
13.900 kr. nóttin fyrir einn eða tvo,
14.900 kr. nóttin fyrir þrjá
15.900 kr. nóttin fyrir fjóra

Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu.

Félagið niðurgreiðir svo kostnaðinn enn frekar. Fylla þarf út umsókn um niðurgreiðslu vegna Icelandic Apartments  og framvísa reikningi á nafni félagsmannsins.

_________________________________________________

Önnur hótelgisting:

Þá er hægt að framvísa reikningi fyrir hótelgistingu hvar sem er á landinu, og fá 4.000 kr. endurgreiddar fyrir hverja nótt.
Sækja þarf um með þessu eyðublaði: niðurgreiðslur vegna hótelgistingar

Hámark endurgreiðslu á ári vegna hótelgistingar (þar með talið endurgreiðsla vegna gistingar á Icelandic Apartments og á Hótel Íslandi) er 65.000 krónur á ári.