Skip to main content

Tímaskráningarappið Klukk er nú einnig fáanlegt á ensku og pólsku en appinu er ætlað að hjálpa launafólki að halda utan um vinnustundirnar sínar. Klukk er fáanlegt fyrir bæði iPhone og Andriod og eru félagsmenn hvattir til að sækja það og nota. Það getur margborgað sig.

Tímaskráningarappið Klukk er nú einnig fáanlegt á ensku og pólsku. Nýjasta útgáfan af Klukki uppfærist sjálfkrafa í símanum og er skipt um tungumál með því að fara í stillingar í appinu. Tilgangurinn með appinu er að hjálpa launafólki að halda utan um sínar vinnustundir. Þannig má á auðveldan hátt nálgast yfirlit yfir unna tíma í mánuði og bera saman við greiddar vinnustundir á launaseðli og ganga þannig úr skugga um að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda. Í appinu getur þú klukkað þig inn og út, ásamt því að appið minnir þig á að klukka sig þegar þú kemur eða ferð af vinnustaðnum. Á einfaldan máta er jafnframt hægt að fá tímaskýrslu senda í tölvupósti sem excel-skjal.

Yfir 20 þúsund manns hafa sótt Klukk síðan appið fór í loftið í febrúar 2016 og reglulegir notendur eru um 2-3000. Vonast er til að sá fjöldi aukist með þessari nýjustu útgáfu enda ca. 15% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði fólk af erlendu bergi brotið.

Klukk er fáanlegt í Appstore (iPhone) og Playstore (Android). Félagsmenn eru hvattir til að ná í appið og prófa.

Allar nánari upplýsingar um appið er að finna á heimasíðu ASÍ.

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is