Skip to main content

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur tekið þátt í þróun Hreyfitorgs sem er ný vefsíða sem er ætlað að veita góða yfirsýn yfir þá valkosti sem eru í boði á sviði hreyfingar á hverjum tíma, fyrir allan aldur, hvar sem er á landinu.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur tekið þátt í þróun Hreyfitorgs sem er ný vefsíða sem er ætlað að veita góða yfirsýn yfir þá valkosti sem eru í boði á sviði hreyfingar á hverjum tíma, fyrir allan aldur, hvar sem er á landinu. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. ýmsu fagfólki,að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni.

Hreyfitorg er snjallvefur sem aðlagar sig sjálfkrafa að þeirri skjástærð sem er notuð hverju sinni. Uppbygging vefsins er með þeim hætti að úrræðin endurnýjast með reglulegum hætti sem ætti að minnka líkur á birtingu úreldra upplýsinga. Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu.

Sérstök áhersla er á að auka framboð á hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað. Aðstandendur Hreyfitorgs eru Embætti landlæknis, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður.

Hægt er að fræðast nánar um Hreyfitorg á www.virk.is

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is