Skip to main content

Fulltrúaráðsfundur Alþýðusambands Norðurlands var haldinn síðastliðinn föstudag á Illugastöðum í Fnjóskadal. Aldan átti rétt á að senda þrjá fulltrúa á fundinn og fóru formaður og varaformaður, þau Þórarinn Sverrisson og Hjördís Gunnarsdóttir, ásamt Örnu Björnsdóttur sem fulltrúar félagsins. Fulltrúaráðsfundir Alþýðusambands Norðurlands (AN) eru haldnir annað hvert ár en þing eru haldin þess á milli.

Fulltrúaráðsfundur Alþýðusambands Norðurlands var haldinn síðastliðinn föstudag á Illugastöðum í Fnjóskadal.  Aldan átti rétt á að senda þrjá fulltrúa á fundinn og fóru formaður og varaformaður, þau Þórarinn Sverrisson og Hjördís Gunnarsdóttir,ásamt Örnu Björnsdóttur sem fulltrúar félagsins. Fulltrúaráðsfundir  Alþýðusambands Norðurlands (AN) eru haldnir annað hvert ár en þing eru haldin þess á milli.

Fundarmenn fengu að hlýða á áhugaverða fyrirlestra um ýmis málefni en fyrstur í röðinni var Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, sem lýsti þeim verkefnum sem Byggðastofnun hefur unnið að í tengslum við brothættar byggðir og jaðarbyggðir. Því næst fjallaði Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá sveitarfélaginu Norðurþingi um stöðuna á uppbyggingu kísilvers þýska fyrirtækisins PCC á Bakka við Húsavík. Þá ræddi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um hugmynd að nýju húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd og einnig um félagslega húsnæðisstefnu. Á eftir Gylfa steig í pontu Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og sagði frá þeirra starfsemi og að lokum fjallaði Hákon Hákonarson, formaður stjórnar orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum, um fyrirhugaða stækkun byggðarinnar.

 

Close Menu

Aldan Stéttarfélag

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is